Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Drangey
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Drangey
Drangey
Um Drangey hefir gengið sú trú er nú skal segja: Hver formaður er fer úr Málmey til vertíðar í Drangey skal hið fyrsta sinn er hann fer þangað vor hvert sækja steina þrjá inn til Þórðarhöfða og flytja þá með sér til Drangeyjar og kasta þeim þar upp; en sá formaður er út af bregður tekur það víti að annaðtveggja berst honum á eða skipsögn hans eður hann hverfur í Þórðarhöfða.
Sá hefir verið forn siður við Drangey er sumir menn fylgja enn, að hver skipsögn er þangað rær vertíð heilsar henni þannig bæði við vertíðarbyrjun og við hverja ferð sem í land er farið: „Heil og happadrjúg Drangey mín og allir þínir fylgjarar.“ Þessa sömu kveðjur eru einnig endurteknar við Kerlinguna.