Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Fúsi ljær árum höfuðfat sitt

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Fúsi ljær árum höfuðfat sitt

Leirulækjar-Fúsi (Vigfús) var bæði fjölkunnugur og líka ákvæða- eða kraftaskáld. Einhvern tíma hitti kunningi Fúsa hann berhöfðaðan út í túni, en hvasst var svo hann undraði þetta og spurði því hann væri berhöfðaður, en Fúsi sagði að hann hefði léð árum sínum höfuðfat sitt til þess að leika sér að.