Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Galdrabækur vestra

Sumarliði bóndi Brandsson kveðst átt hafa fyrir löngu síðan fornt pappírshandrit og var á því ýmislegt, t. a. m. Karlamagnúsar innsigli, forn lækninga- og galdrabrögð o. s. frv. Bók þessi eða blöð eru tortýnd gjörsamlega.

Sami maður kvaðst einnig séð hafa forna „vísdóms“- eða galdrabók er þá var í eigu manns eins í Æðey í Ísafirði fyrir löngu síðan. En hvar sú bók nú sé niðurkomin eða hvert hún enn muni til vera eða leifar af henni verður ei uppspurt.