Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Glófarnir

Annan sem kennslu falaði sendi hann fram í Strandarkirkjugarð og kvaðst hafa skilið þar eftir glófa sína. Pilturinn fer og finnur glófana; en er hann vill taka þá, kvika fingurnir. Hann varð hræddur og fer aftur og segir presti. Hann mælti: „Farðu heim heillin góð; þér get ég ekki kennt.“