Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Guðrún á Kleifum

Kona hét Guðrún Ólafsdóttir sem lengi bjó á Kleifum í Gilsfirði; hún var skyggn og sá fylgjur og svipi. Hún sagði oft mannalát áður en þau fréttust og sá hvort maðurinn hafði dáið á landi eða í vatni. Hún sagði oft fyrir að morgni dags glöggt um gestakomu og þegar hún tilgreindi að nú kæmi maður í dag sem hún myndi ekki til að fyrri hefði komið stóð það jafnan heima. En á seinustu árum hennar, þá hún var komin um áttrætt, fór þessari sjón heldur að förla og þessar fyrirsagnir stundum að skeika. Þó hittist oftar rétt á.