Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Halla fer í kaupstað (2)
Einu sinni sem oftar fór Halla í kaupstað. Hún flutti grjót á hestum sínum, en öllum sýndist hún flytja ull og tólg. Þá mætti henni fóstursonur hennar og sagði: „Harðskeytt[1] í böggum, fóstra.“ „Þegi þú strákur, of mikið hefi ég kennt þér,“ segir Halla.
- ↑ „Aðrir: Hart er“ [M. Gr.]. „Þessa sömu sögu hafa aðrir um Stokkseyrar-Dísu“ [J. Á.].