Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Herrauður stelur fé Kára
Herrauður stelur fé Kára
Maður hét Herrauður; hann bjó norður í Dýrafirði og var illa ræmdur; þótti hann fengsamur í búi; tók hann á stundum fé frá mönnum, en bætti öngu fyrir.
Frá því er sagt eitt sinn að Kári vaknar um nótt í Selárdal og vekur upp smalamann sinn, kvað hann skyldi fara út á Selárdalshlíðar og gæta sauða er þar gengu sjálfala af búsmala Kára og ef hann yrði nokkurs var við sjávarmál þá skyldi hann bera þar á grjót svo mikið sem frekast mátti hann orka. Smalamaður fór og fann á hlíðunum, þar sem síðan heitir Herrauðargjá, mann undir skipsegli sofandi og hjá honum bundna marga sauði af fé Kára; höfðu þeir Herrauður komið þangað á stóru skipi og ætlað að stela skipsfarmi af sauðum Kára. Smalamaður bar grjót á seglbrúnirnar; kom þá Kári að og lagði Herrauð og fylgdarmenn hans alla í gegnum seglið með spjóti svo þeir létu þar líf sitt. Öngar urðu hefndir eftir Herrauð og engin eftirmál.