Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Hríslurnar á Syðstumörk

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Hríslurnar á Syðstumörk

Um aldamótin bjó Gottskálkur bóndi í Syðstumörk og nálægt bænum fram með Syðstumerkurá stóðu hríslur nokkrar sem fólk hafði trú á að ekki mætti hreyfa, en bóndi trúði því ekki og tók að rífa upp hríslu og eftir að hann hafði rifið upp fyrstu hrísluna dó strax bezta kýrin hans, en hann lét þar ekki við lenda og reif nokkru síðar upp aðra hríslu og þá datt konan hans um búrþröskuldinn og lá alltaf veik úr því. Síðan reif hann upp þriðju hrísluna og þá hvarf sonur hans á jóladaginn og fannst vorið eftir á hnausunum fyrir ofan Sauðsvöll undir Eyjafjöllum.