Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Jón Sigurðsson og Páll Vídalín kveðast á

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Jón Sigurðsson og Páll Vídalín kveðast á

Jón Sigurðsson Dalaskáld var og áleitinn í kveðskap. Einu sinni þegar hann gekk hjá tjaldi Páls lögmanns Vídalíns á alþingi og höttur lögmanns hékk á tjaldsúlunni er mælt hann hafi kveðið:

„Margir brúka menn hér hött,
mest þá skartið þvingar;
eiga skylt við urðarkött
allir Norðlendingar.“

Páll spretti skörum er hann heyrði vísuna kveðna, kvað í móti og brá Jóni þar um hvarf föður hans svo segjandi:

„Kauðinn sá sem kvæði spjó
ketti er skyldur blauða;
honum var nær að sækja í sjó
Sigurð þann hinn dauða.“