Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Kaupmaðurinn og kraftaskáldið

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Kaupmaðurinn og kraftaskáldið

Maður nokkur sem var kraftaskáld, en líka mikill drykkjumaður, kom einu sinni í kaupstað þar sem hann hafði oft áður slarkað drukkinn. Hann bað kaupmann að gefa sér brennivín. „Ég skal gera það,“ segir kaupmaður, „ef þú kveður dauðan þann mann sem mér er verst við.“ „Hvað heitir hann?“ segir hinn. „Það varðar engu,“ segir kaupmaður, „það er sá sem mér er verst við, hvur sem það er.“ Hann kvað þá vísu og hné síðan niður þar sem hann stóð, og dó, því hann var sá sem kaupmanni var verst við.