Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Lautin í skálagólfinu á Draflastöðum

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Lautin í skálagólfinu á Draflasöðum

Á Draflastöðum í Fnjóskadal var skáli fram yfir daga Bjarna Jónssonar sem bjó þar áður hann flutti að Laxamýri. Í skálagólfið var laut sú er aldrei varð fyllt því jafnótt og hún var með torfi og mold sléttuð myndaðist hún brátt aftur. Hvernig laut þessi varð þar fyrst höfðu menn þá sögn um úr gömlum kerlingabókum að kerlingum tveimur jólanótt eina hefði orðið sundurorða í skálanum og hefðu þær að lokum deilt svo lengi og grimmlega að þær hefðu báðar sokkið þar niður í gólfið hvar lautin hefur síðan verið, og fólk sem í skálanum var hefði langt fram á jóladaginn heyrt óminn af rimmu þeirra upp úr gólfinu. Hafa menn það fyrir satt að kerlingar þessar verið hafi bæði skapstórar og nokkuð þrályndar.