Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Málmey (2)
Sú hefir verið trú gamalla manna um Málmey á Skagafirði að þangað megi aldrei koma hestur í eyna, því þá eigi húsfreyja í eynni að verða vitstola; eigi megi þar heldur kona vera lengur en nítján vetur í senn því annars hverfi hún í Hvanndalabjarg. Hefir þessi trú verið svo rík allt til þessa dags að hvorigs hefir verið freistað.