Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Maður drukknar í polli

Á Bæ á Höfðaströnd í Skagafirði er fiskútræði. Maður einn sem lengi hafði róið þar hjá bóndanum, en var nú hættur að róa, kom þar eitt sinn og bað bóndann að flytja sig einn róður. Um morguninn bað bóndi hann að vera kyrran í landi um daginn og sagðist eins skyldi láta hann fá hlut fyrir því. Var maðurinn nú um kyrrt um daginn. Um kvöldið komu menn að og hengdu skinnklæði sín í bæjardyrnar. Seinna um kvöldið gekk komumaður fram og var nokkra stund frammi. Var þá farið að vitja um hann. Lá hann þá dauður í bæjardyrunum í litlum polli sem lekið hafði niður af skinnklæðunum.