Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Missögn af Árum-Kára
Missögn af Árum-Kára
Sigurður prestur Gíslason á Stað í Steingrímsfirði hefur og ritað sögu um „Árum-Kára“ og er hún að vonum áþekk þessari; hann getur þess að Kári hafi lagzt í flet smalamanns í skáladyrum og hafi haft bússur á fótum; því sagði og tröllkonan er hún krumlaði um fætur hans:
- „Þrýstinn í roði
- er þessi dólgur,
- er á skinnsokkum brekkur,
- hefur jólaskó dóli.“
Flötur sá er þau glímdu á Kári og tröllkonan heima í Selárdal heitir Sporaglenna. Sigurður prestur getur þess ekki að þau Kári hafi átzt við fangbrögð fram á Skandadal, heldur hafi hann höggvið af henni handlegg í axlarlið og hrundið henni svo fram af klettasnösum. Um steininn segir Sigurður prestur: „Holurnar (í steininum) eru áþekkar keri og má veita vatni úr einni í aðra því klöppuð renna er frá hinni fremstu til hinnar öftustu. Stein þenna flutti hann í skikkjulafi sínu og setti hann niður á nefndum stað með þeim ummælum að kerin ynnust til handlaugar mjaltakonum. Þessi steinn virðist vera átta til tíu manna tak og sýnir það afl Kára prests.“