Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Smiðurinn og tíkin

Það er frá því sagt um smið einn að hann var einu sinni í smiðju að smíða; kemur þá stúlka til hans í smiðjuna. Gefur hann henni einhvern bita, en ekki er getið um hvað það var. Stúlkan tók við bitanum, fór í burt með hann og gaf hann tík. Litlu síðar kom tíkin í smiðjuna og sókti svo bráðlóða að manninum að hann sá sér ekkert undanfæri annað en drepa hana.