Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Tóbakstuggan
Eitt sinn fór maður einn sjóróðra austan úr sveitum. Sá kom að Vogsósum og bað síra Eirík að gefa sér upp í sig. Hann gerði það, en bað hann að koma við hjá sér um leið og hann færi austur. Um vorið kom maðurinn. Spurði síra Eiríkur hann þá hvernig honum hefði dugað tuggan. Maðurinn vaknaði þá sem af svefni, þreifaði í vasa sinn og var hún þar; hafði hann aldrei munað eftir tóbaki alla vertíðina. Að skilnaði fekk maðurinn honum spesíu fyrir tugguna.