Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Tónavör
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Tónavör
Tónavör
Hann lifði í lok 14. aldar og var haldinn mesti galdramaður. Í Stöðinni á Skarði á Skarðsströnd heitir Tónavör, og er sú saga til þess að Ólafur gjörði samning við kölska að hann skyldi ryðja vör úr blágrýtisurð þar niðri í Stöðinni og skyldi hann eiga sig ef hann yrði fljótari að ryðja vörina en Ólafur að ríða heiman frá Skarði og ofan í Stöð, en Ólafur átti flugskjótan hest. Þetta fór svo að þegar Ólafur kom að kölska var hann að bisa við síðasta steininn; varð hann þá svo reiður að hann þeytti heljarbjargi í miðja vörina sem þar hefur staðið alla stund síðan og ónýtt vörina þangað til nú fyrir skemmstu að það var sprengt með púðri því engin mannshönd gat rogað því.