Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Tilberamóðir brennd

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Tilberamóðir brennd

Einu sinni var bóndi fyrir austan að sækja kýr sínar um morguntíma er lágu úti og var hann ríðandi. Þegar hann kom til þeirra sér hann að snakkur, grár að lit, lá yfir malirnar á beztu kúnni og saug beggja megin. Brá þá snakkurinn brátt við er bóndi kom að honum og elti bóndi hann á hestinum. En snakkurinn smaug aðra þúfuna, en vatt sér yfir hina, unz hann kom þangað er hann átti heima. Fólk var úti í túni og skauzt snakkurinn þar upp undir konu heimabóndans. En bóndinn sem elti stökk af baki, gekk að konunni og batt öll fötin að henni fyrir neðan snakkinn og var hún svo brennd.