Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Áfakannan

Á einum bæ í Reykholtssókn bar það við að ungar stúlkur tvær vöktuðu lömb eftir fráfærur um vorið. Var það þá einn dag að þær vóru hjá klöpp einni; heyrðu þær þá strokkhljóð í klöppinni. Óskaði þá önnur stúlkan – sú hét Guðrún – að til sín væri nú komnar áir. En þegar lítið var liðið stóð hjá henni kanna full af mjólk og vóru það áir. Drakk hún þá sem hana lysti, en hin vildi ekki drekka og varð henni þá mjög meint; þó batnaði henni aftur, en þeirri varð gott af sem drakk.