Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Álfar hjá Víðivöllum
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Álfar hjá Víðivöllum
Álfar hjá Víðivöllum
Í Klöppum hjá Víðivöllum sá maður nokkur á jólanóttina stórt hús allt ljósum prýtt. Hann gekk þar inn og fékk góðar viðtökur og ágætan beina; morguninn eftir er hann vaknaði lá hann á berum klettunum og sá hvorki veður né reyk af stóra húsinu.