Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Álfar undir Ólafsvíkurenni
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Álfar undir Ólafsvíkurenni
Álfar undir Ólafsvíkurenni
Einu sinni varð maður of naumt fyrir undir Ólafsvíkurenni á nýjársnótt því sjór féll fyrri í berg en hann kæmist fyrir forvaðann svo ekki leit út fyrir annað en að hann mætti liggja þar úti. Sá hann þar þá átján hús ljósum ljómuð og skemmtu álfar sér þar inni með hljóðfæraslætti og dansi.