Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Álfasöngur í Ölvesi

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Álfasöngur í Ölvesi

Einhvorju sinni gekk maður frá Hjalla í Ölvessveit upp að Gljúfri. Gekk hann hjá steini þeim enum háa er stendur fyrir vestan Sogn. Heyrir hann þá söng í steininum og er þar sunginn sálmur úr Grallaranum „Á guð alleina“. Heyrir hann sálminn sunginn til enda og eigi meira og fer hann þá leiðar sinnar.