Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Írsk trú um álfa

Það er meining Írlendinga að Þegar það mikla stríð varð á himni milli þeirrar hæstu veru og þess gamla dreka, hafi þær verur verið til sem nú kallast álfafólk og hafi með hvurugum viljað vera, en að endingu hafi ætlað að vera með þeim hópnum sem betur gengi. Hafi þær verur því fengið það straff að þeir skyldu búa í klettum og hólum og hafa mjög lítil afskipti við manneskjurnar. Og trúa Írlendingar því að þess vegna hafi þeir miklu heldur andalegan eiginlegleika heldur en jarðneskan líkama.