Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Barnið villta undir Eyjafjöllum (1)
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Barnið villta undir Eyjafjöllum
Barnið villta undir Eyjafjöllum
Undir Eyjafjöllum bar svo við að barn hvarf einu sinni. Var þess þá víða leitað og fannst um síðir í gjótu einni uppi í fjalli; urðu menn þó að víðka gjótuna áður en barninu varð náð; svo var hún þröng. En er menn höfðu náð barninu sagði það frá því að sér hefði sýnzt hún móðir sín fara alltaf á undan sér og hefði það elt hana þangað.