Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Dregur í Dingólfshnjúk
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Dregur í Dingólfshnjúk“
„Dregur í Dingólfshnjúk“
Einhvern tíma þegar skiptapar miklir urðu hafði heyrzt sagt einhverstaðar í Tindastólnum (tröll áttu að segja það):
- Dregur í Dingólfshnjúk,
- dimmir í Vatnsskarð.
- Margar verða ekkjur í kvöld á Skaga.
En um nóttina urðu margir skiptapar.