Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Eyjan undan Héraðsflóa
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Eyjan undan Héraðsflóa
Eyjan undan Héraðsflóa
Þegar Þorvarður prestur Guðmundsson[1] þjónaði Klyppsstað og Húsavík – á seinni árum hans þar bar það við eitt vor að í stríðu hafnorðanveðri rakst þar inn á fjörðinn hollenzk fiskidugga sem sagði frá því að hún hefði komið undir eyju norðanlega undan Héraðsflóa og kastað þar akkerum, eyjan væri klettótt mjög. Þeir kváðust hafa séð eitthvað kvikt þar upp í klettunum, fóru því á báti í land og sáu þá að þetta var geitfé og náðu einni geitinni, fóru út með hana og slátruðu, létu í ketil og fóru að sjóða, en í þessu kom stórvaxinn maður fram á bergið og studdist fram á staf. En í sömu svipan rauk yfir það fádæma veður á eftir duggunni að geitin [var] fullsoðin þá hún kom inn á Loðmundarfjörð.
- ↑ 1703-1778. Prestur á Klyppsstað 1732-1775.