Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Fardagar álfa

Það [bar] einu sinni [við] í Arnarbæli á nýjárskvöld að fjósmaður þar, Sigurður að nafni, vatnaði kúnum inn í Lindarsund sem so heitir; það er austnorður til við bæjarborgina; en þá hann fór með kýrnar inn eftir til vatnsins sá hann hvar kona sat hjá borginni þar í brekkunni; hún var í hempu og brúkaði kvenhött á höfðinu vafinn; þar sá hann og hjá henni bundna bagga; ei talaði hann við hana neitt og hún ei heldur við hann; hann þóttist vita að hún væri huldukona og mundi bíða þar manna sinna og hesta til burtfærslu. En þá hann kom með kýrnar frá vatninu var konan á burtu og baggarnir so hann sá hana ei oftar eður það hefur orðið hulið fyrir hans augum. Þessa fólks fardagar eru um nýjár á veturnar.