Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Gordula
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Gordula
Gordula
Vatnsbólið á Staðastað heitir Gordula; er það pyttur í fúamýri djúpur mjög (botnlaus) og fullur með brúnklukkur. Það sagði Kristín í Hrossa- (Krossa?-)koti mér að Kristján bróðir sinn hefði einu sinni verið seint á ferð á brautinni. Kom þá einhver ófreskja í kvenmannslíki á móti honum. Hann spurði hvert hún ætlaði að fara. „Ég heiti Gordula og ætla að drepa þig,“ svaraði hún. Kristján sá nú að þetta mundi draugurinn úr brunninum, og las allt gott sem hann kunni til að fæla hana.