Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Græna lambið á Minni-Þverá
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Græna lambið á Minni-Þverá
Græna lambið á Minni-Þverá
Á Minni-Þverá í Fljótum bar það eitt sinn við að grænt lamb ókunnugt kom í kindurnar og var látið inn með þeim. Um morguninn var lambið horfið, því það var huldulamb.
Eini vegurinn til að geta haldið huldukindum þegar þær koma til manns er að afmarka þær. En ekki má skera markið á þær með hníf, heldur á að bíta það á með tönnunum. En þessa var ekki gáð með Minna-Þverár lambið.