Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Huldufólk hjá Látrum
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Huldufólk hjá Látrum
Huldufólk hjá Látrum
Maður nokkur í Látrum Eyjúlfur að nafni gekk einhverju sinni út úr bænum. Varð honum reikað þar að er álfhóll einn stóð. Heyrði hann þar söng forkunnar fagran og var verið að syngja þennan sálm í grallaranum: „Heimili vort og húsin með“ – því þá var verið að vígja álfahjón saman inn í hólnum. Hann fór til heimilisfólksins og sagði því frá; fór þá hver af öðrum að hlusta á og heyrðu allir sálmsönginn.