Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Illþurrka

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Illþurrka

Á skarðinu miðja vegu milli Skarðs og Búðardals er dys og varða er heitir Illþurrka og er þar dysjuð norn eður heiðin vond kona sem hataði söng og messu og er því dysjuð mitt á milli kirknanna í Skarði og Búðardal þar sem ekki heyrist klukknahljóð frá hvörugri kirkjunni. Hver maður sem í fyrsta sinni ríður fram hjá Illþurrku á að kasta steini í dys hennar.