Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Kveðið með álfum
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Kveðið með álfum
Kveðið með álfum
Sigurður hét maður og var Pálsson; bjó hann í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd. Eitt haust lá hann til byrjar í Akureyjum. Reikar hann kvöld eitt út um Bæjareyna, kemur á hól þann er Álfhóll er kallaður og heyrir þetta kveðið þar inni:
- Ali mírinn dansi flírinn
- bímbsí lárinn dansar,
- og stígur sonarkorn.