Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Ljáðu mér bussann þinn
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Ljáðu mér bussann þinn“
„Ljáðu mér bussann þinn“
Þegar Sigríður Þorgilsdóttir var barn og verið var að sjóða fyri jólin þá sat hún út á fjóspalli. Veður var fagurt og skein tunglið inn um skjágluggann á pallskákina. „Ljáðu mér bussann þinn, Sigga mín!“ var sagt við hana. Hún rétti hnífinn og hélt það vera móður sína. Að stundu liðinni leit hún á pallinn. Lá þá hnífurinn hennar á tunglsgeislanum og ketbiti hjá. Borðaði hún hann. Móðir hennar hafði aldrei í fjósið komið á þeim tíma og engi annar.
Sigríður fæddist 1758 og bjó seinna í Vallatúni. Hún var móðir Guðrúnar (f. 1784) á Fornusöndum móður Hjerónímusar Hallssonar á Miðskála er þar býr nú (1862).