Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Marmendill
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Marmendill
Marmendill
Einhvörn tíma haf[ð]i sjómaður dregið upp mannsmynd úr sjó sem kvaðst heita marmendill, en orð áttu ekki að fást af nema sér yrði aftur sökkt á sama mið; en það hindraðist nokkra daga. Hann fylgdi bónda daglega. Eitt sinn kvað bóndi hafa hrasað um þúfu; að því átti marmennill [að] hafa hlegið, og aftur þegar bóndi sló hund sinn er flaðraði upp á hann, og þriðja sinn hló marmendill þegar bóndi kyssti konu sína. Þegar bóndi vildi fá að vita hvors vegna hann hló að þessu fekkst það ekki fyrr en hann væri kominn á miðið. En þá þar var komið kvaðst hann hafa hlegið þá bóndi datt um þúfuna og bölvaði henni sem þó hefði verið féþúfa, aftur þá bóndi lamdi hundinn fyrir elskuhótin og þá hann kyssti konuna sem honum væri fölsk.