Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Nykur á Skeiðsdal og í Heljardalsvatni
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Nykur á Skeiðsdal og í Heljardalsvatni
Nykur á Skeiðsdal og í Heljardalsvatni
Í vatninu á Skeiðsdal er nykurinn annað hvert ár, en annað hvert ár er hann í Heljardalsvatni. Það var einu sinni smalastúlka frá Stóru-Þverá sem lagði sig út af hjá vatninu á Skeiðsdal og fór að sofa, en vaknar við það að nykurinn er að draga hána fram af vatnsbakkanum. „Láttu mig kjurra, nykur,“ segir hún, og þá sleppti nykurinn henni þegar hann heyrði nafnið sitt.
Það er frá því sagt um Halldóru Gísladóttur á Gautastöðum, systur Þorvaldar í Hvammi, að hún hafi eitt sinn fundið nykurinn upp hjá Heljardalsvatni, tekið hann, hnýtt upp í hann sokkabandinu sínu og riðið honum heim undir Gautastaði og svo sleppt honum. Frekar er ekki frá sagt.