Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Nykurtjörn
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Nykurtjörn
Nykurtjörn
Á Hausunum upp undan Grund í Svarfárdal er tjörn ein sem kölluð er Nykurtjörn. Úr tjörninni rennur lækur sem kallaður er Grundarlækur. Ævinlega annað hvort ár ryður nykurinn svo miklu í lækinn að lækurinn gerir stórskemmdir, en hitt árið gerir lækurinn enga skemmd.