Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Oddbjörg í Fuglavík
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Oddbjörg í Fuglavík
Oddbjörg í Fuglavík
Móðir hennar[1] hét Oddbjörg og var í Fuglavík er hún var unglingsstúlka á fjórtánda árinu. Þá var fólkið þar að ræða um hvort nokkurt huldufólk væri til; héldu sumir fram og færðu rök til að svo væri, aðrir mæltu á móti, en sumir vissu ekki hverju trúa skyldi og var hún ein í þeirra flokki, en segir þó: „Það er skrýtið sé það til að menn skuli engan kunningsskap geta haft við það.“ Morguninn eftir var allt fólkið frammi nema hún ein var inni að læra. Kemur þá kvenmaður inn í bæinn, nemur staðar á gólfinu og segir: „Ég er þá hérna ef þú vilt hafa kunningsskap við mig.“ Oddbjörg þagði. Stóð hún þar stundarkorn kyr, en gekk síðan út.
- ↑ Þ. e. Sigríðar Einarsdóttur á Lambastöðum í Garði.