Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Ofra ég ýsustykki

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Ofra ég ýsustykki“

Einu sinni var maður nokkur á ferð eftir sjóarbjörgum. Hann getur að líta tröllskessu í fjörunni og var hún að bisa við afturhlut af hval; segir sagan að það hafi verið allur eftri parturinn fram að gotraufinni. Þegar skessan sér manninn tekur hún upp hvalþjósina, kallar til mannsins og mælti:

„Ofra ég ýsustykki,
alvaldur gaf mér þetta
sjálfur við sjóinn niðri
og sjáðu hvað hann gaf mér.“

Ekki áttust þau fleira við svo að getið sé.