Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Ragnhildur í Rauðhömrum og þussinn í Þríhömrum
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Ragnhildur í Rauðhömrum og þussinn í Þríhömrum
Ragnhildur í Rauðhömrum og þussinn í Þríhömrum
Þess er ekki getið hvort þau Ragnhildur og þussinn voru hjón eða systkin eða í hverju sambandi þau voru hvort við annað, en svo er að skilja sem þau hafi búið hvort á móti öðru í hömrum sitt hvorumegin við dal. Risinn ávarpaði fyrr Ragnhildi og segir:
- „Ragnhildur í Rauðhömrum.“
Hún svarar:
- „Hvað viltu mér þussinn í Þríhömrum?“
Þá segir þussinn:
- „Þar hleypur steik um stígana.“
Ragnhildur svarar:
- „Ekki færðu hana, hún er kolug um kjaftinn.“
En svo er sagt að hafi staðið á þessu að stúlka hafi gengið milli híbýla þeirra þussans og Ragnhildar og hafi hún verið nýbúin að vera til altaris og því svaraði Ragnhildur því að hún væri kolug um kjaftinn. En stúlkan heyrði viðræður þeirra og tók til fótanna heim til sín.