Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Svei þér nykur
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Svei þér nykur“
„Svei þér nykur“
Eitt sinn sá smalastúlka gráan hest og ætlaði að fara að taka hann, en þá verður henni litið ofan á fæturna á honum og sér hún að hófarnir snúa öfugt á honum. Sér hún þá að það er nykur og segir: „Já, svei þér, nykur.“ Þá hvarf nykurinn.