Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Ég loka samt

Í sókn Bjarna prests á Mælifelli[1] var bóndi gamall og þó efnaður, er úthýsti ferðamönnum. Prestur vandlætti um það við bónda og gjörði hann ekki að. Eitt sinn er prestur talaði þar um við karlinn spyr prestur hvort hann mundi vilja að himnaríkisdyrum yrði ekki lokið upp fyrir honum sjálfum; þá segir karl: „Það verður ekki í allt séð, síra Bjarni; ég loka samt.“

  1. Bjarni Jónsson (1733-1809) var prestur á Mælifelli frá 1767 og til dauðadags.