Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Ég sé ekki hvert hann rak hann

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Ég sé ekki hvert hann rak hann“

Karl var að lesa húslestur á sunnudegi við ljóstíru. En er hann hafði lesið guðspjallsorðin: Jesús rak út djöful þann er Dumbi hét – sá hann ekki til og mælti til konu sinnar: „Gjörðu að, Guðríður heillin, ég sé ekki hvert hann rak hann.“