Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Óþörf nýbreytni

Karl gamall heyrði sagt að skipað væri að kenna börnum kristin fræði og taka þau síðan til fermingar. Þótti honum slíkt heldur mikil nýbreytni og óþarfi og kvaðst ekki vita til hvers það væri. „Ég er nú svo gamall sem á grönum sér,“ mælti karlinn, „og man ég afa minn og föður minn að þeir dóu báðir í góðri elli og er hvorugur þeirra afturgenginn enn og líkt held ég það fari um mig, og var ekki verið að þessum hégiljuskap við okkur.“