Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Það er bezt hún hafi það fyrir heimskuna

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Það er bezt hún hafi það fyrir heimskuna“

Einu sinni á sumardag hjá einum presti datt kýr ofan í brunn hjá honum. Þá segir prestur: „Látum hana liggja niðri kyrra; það er bezt hún hafi það fyrir heimskuna.“