Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Allan skrattann vígja þeir
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1864)
„Allan skrattann vígja þeir“
„Allan skrattann vígja þeir“
Það er í munnmæli að þegar séra Hallgrímur Pétursson kom frá vígslu kom hann seint um kveld á bæ, guðaði á glugga, en inni fyrir var kerling sem spurði tíðinda. Þá svarar gesturinn: „Og ekki nema það að þeir eru nýbúnir að vígja hann Hallgrím.“ „Og allan skrattann vígja þeir,“ svaraði kerling.[1] En Hallgrímur hafði gaman af svarinu og er það síðan haft fyrir máltæki.
- ↑ [Jón Borgfirðingur bætir við: „Hvað var að honum?“ segir prestur. „Var hann þjófur?“ „Ekki stal hann strákurinn, en pöróttur var hann.“]