Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Allir góðir siðir af lagðir

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Allir góðir siðir af lagðir

„Það er eins og annað,“ mælti karl einn, „núna, að allir góðir siðir eru af lagðir. Nú er aldrei rifizt við kirkju og var það öðruvísi í ungdæmi mínu; þá bar margur blátt auga og brotið nef frá kirkju sinni.“