Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Andlát annars bróðursins
Eftir þetta fara nú bræðurnir þrír upp í fjall að rífa víðir til kola. Rífa þeir nú og binda í stóra byrði sem þeir ætla að velta ofan, en í mestum vandræðum eru þeir með það að geta látið byrðina velta beint ofan að Bakka unz einn þeirra segir: „Eiríkur, Þorsteinn, Gísli, Jón, ég sé ráð til þess: Bindiði mig á byrðina, ég skal stýra henni heim að Bakka.“ Nú bundu þeir hann á byrðina, veltu henni svo ofan og lauk þar ævi hans.