Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Bænarvers kerlingar

Eftir skriftir varð prestur þess var að kerling ein í kirkjunni sat með mikilli andagt og þuldi eitthvað í hálfum hljóðum. Hann vissi að hún var fákunnandi og vildi víst vita hvað hún las, gekk því nær og heyrði að það var staka þessi:

Sté þá niður vopnaviður
vaskur af hesti sínum,
hæstan biður hann himnasmið
að hjálpa sér frá pínum.