Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Drottinn gefi þér eilífan eld
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Drottinn gefi þér eilífan eld“
„Drottinn gefi þér eilífan eld“
Formaður nokkur í Bjarneyjum sem Guðlögur hét sagðist ekki getað kastað þungum steini á guð fyrir það þó hann gæfi sér ekki meira en öðrum. Hann átti systir sem Guðbjörg hét; hún hafði eldastörf á hendi.
Einu sinni átti hún fljótliga að sjóða eitthvað og var þá dauður eldurinn; hleypur hún þá sem fætur toga til nágrannakonu sinnar Guðríðar Finnbogadóttur og biður hana að gefa sér eld, því nú liggi sér mikið á. Konan var að elda sjálf og fær henni svo mikla glóð undan potti sínum sem hún vildi hafa. Varð Gudda mjög fegin eldinum og vill láta það ásannast í orði, segir því við konuna: „Drottinn almáttugur gefi þér eilífan eld þegar þér mest á liggur.“ „Þú ætlar þá til, Guðbjörg mín, að mér verði ekki kalt,“ mælti konan.