Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Eiríkur karl og Oddur Hjaltalín
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Eiríkur karl og Oddur Hjaltalín
Eiríkur karl og Oddur Hjaltalín
Oddur læknir Hjaltalín var eitt sinn fluttur á skipi úr Hrappsey og í Stykkishólm; en er skipið kom að lendingu í Hólminum er þar fyrir í fjörunni Eiríkur karl, faðir Sigurðar Breiðfjörð, og var drukkinn. Hann sér Odd aftur á skipinu og segir:
- „Læknisfjandinn eins og örn
- aftur á situr núna.“
Oddur kvað við:
- „En Eiríkur og öll hans börn
- eiga pínu búna.“